top of page

Reiðskóli Reykjavíkur

 

Reiðskóli Reykjavíkur var stofnaður árið 2001 og eru eigendur hans hjónin Edda Rún Ragnarsdóttir og Sigurður Vignir Matthíasson. Þau hafa stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini, fyrst sem áhugamál en síðan sem aðalatvinnu.

 

Samhliða starfsemi Reiðskóla Reykjavíkur reka hjónin hestamiðstöðina, Ganghestar, þar sem þau bjóða upp á þjónustu við hestafólk eins og kaup og sölu á hrossum, reiðkennslu, frumtamningar og þjálfun á kynbóta- og keppnishrossum.

 

Edda Rún og Sigurður halda fjölmörg reiðnámskeið um allan heim og fara reglulega til Noregs, Hollands, Svíþjóðar, Belgíu og Þýskalands.

 

Reiðskóli Reykjavíkur er með aðsetur að Fákabóli 3, 110 Reykjavík, sem er staðsett fyrir framan Félagsheimili Fáks í Víðidal.

Edda Rún

Edda Rún Ragnarsdóttir er fædd inn í mikla hestamannafjölskyldu og hefur stundað hestamennsku frá því hún man eftir sér með fjölskyldu sinni. Faðir hennar, Ragnar Hinriksson er þekktur hestamaður og hefur starfað við tamningar og þjálfun frá unga aldri. 

 

Edda Rún á að baki glæsilegan feril sem knapi og er ein af fáu konum sem hefur látið kveða að sér á þeim vettvangi. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna í hestamennsku bæði sem Íslandsmeistari, Landsmótsmeistari, Reykjavíkurmeistari og svo mætti lengi telja. 

 

Edda Rún er stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og hefur starfað við tamningar og þjálfun frá árinu 1999.

Sigurður Vignir

Sigurður byrjaði kornungur í hestamennsku með fjölskyldu sinni og náði náði fljótt góðum tökum á reiðmennskunni. Hann hóf keppnisferil sinn í barnaflokki og hefur allar götur síðar verið í fremstu röð knapa hér á landi. 

 

Sigurður hefur unnið til fjölmargra verðlauna og hefur hann meðal annars orðið Heimsmeistari í fimmgangi, Íslandsmeistari, Landsmótsmeistari og Reykjavíkurmeistari ásamt því að hafa verið útnefndur hestaíþróttamaður ársins.

 

Sigurður er í Félagi Tamningarmanna og er með þjálfarapróf félagsins, hann hefur starfað við tamninar og þjálfun frá árinu 1993. 

 

 

bottom of page