top of page

Skilmálar

 

Greiðslufyrirkomulag

Staðfestingargjald er greitt með greiðslukorti í gegnum örugga greiðslusíðu Korta. Síðari hluti námskeiðsgjalds er
greiddur á fyrsta degi námskeiðs eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Endurgreiðsla á staðfestingargjaldi

Komi til afbókunar á námskeiði er staðfestingargjald endurgreitt samkvæmt samkomulagi eða nemandi færður yfir á annað námskeið.

 

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Allar upplýsingar um kaupanda verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Öryggisbúnaður og tryggingar

Það er ekkert mikilvægara en að börnin séu í öruggum höndum og að allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið. 

 

Við útvegum að sjálfsögðu öll reiðtygi eins og beisli, reiðmúl og hnakk með öryggisístöðum.

Allir nemendur fá reiðhjálma við hæfi og gætum við vel upp á að hjálmarnir passi vel og sitji rétt. Öll börnin fá öryggisvesti sem veitir vörn gegn áverkum á baki og dregur úr áhrifum við högg með því að dreifa þrýstingnum á stærra svæði. Allur öryggisbúnaður er CE-vottaður.

Í útreiðartúrum og við umhirðu hesta þarf ávallt að gæta fyllsta öryggis. Nemendur verða að fara varlega í umgengni við hestana og á hestbaki og hlýta fyrirmælum leiðbeinanda. Mikilvægt er að hafa í huga að hestar eru lifandi dýr sem geta brugðist misjafnlega við aðstæðum í umhverfinu.​ Þó svo að rétt sé staðið að öll­um atriðum í sam­skipt­um við hesta geta slys orðið.

 

Ef svo óheppilega vill til að slys eigi sér stað í hjá nemanda í Reiðskóla Reykjavíkur er barnið er slysatryggt skv. tryggingum rekstraraðila skólans. Að öðru leyti skal bent á heimilistryggingu forráðamanna barnsins og þeir hvattir til að kanna skilmála hennar. 

bottom of page