Skilmálar

 

Greiðslufyrirkomulag

Staðfestingargjald er greitt með greiðslukorti í gegnum örugga greiðslusíðu Korta. Síðari hluti námskeiðsgjalds er
greiddur á fyrsta degi námskeiðs eða samkvæmt nánara samkomulagi.

Endurgreiðsla á staðfestingargjaldi

Komi til afbókunar á námskeiði er staðfestingargjald endurgreitt samkvæmt samkomulagi eða nemandi færður yfir á annað námskeið.

 

Meðhöndlun persónuupplýsinga

Allar upplýsingar um kaupanda verður farið með í samræmi við lög og reglur um meðferð persónuupplýsinga. Upplýsingarnar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Öryggismál og tryggingar

Allir nemendur fá reiðhjálma við hæfi og gætum við vel upp á að hjálmarnir passi vel og sitji rétt. Öll börnin fá öryggisvesti sem veitir vörn gegn áverkum á baki og dregur úr áhrifum við högg með því að dreifa þrýstingnum á stærra svæði. Allur öryggisbúnaður er CE-vottaður.

Í útreiðartúrum og við umhirðu hesta þarf ávallt að gæta fyllsta öryggis. Nemendur verða að fara varlega í umgengni við hestana og á hestbaki og hlýta fyrirmælum leiðbeinanda. Mikilvægt er að hafa í huga að hestar eru lifandi dýr sem geta brugðist misjafnlega við aðstæðum í umhverfinu.​ Þó svo að rétt sé staðið að öll­um atriðum í sam­skipt­um við hesta geta slys orðið. Ef svo óheppilega vill til að slys eigi sér stað í hjá nemanda í Reiðskóla Reykjavíkur er barnið er slysatryggt skv. tryggingum rekstraraðila skólans. Að öðru leyti skal bent á heimilistryggingu forráðamanna barnsins og þeir hvattir til að kanna skilmála hennar.