Hestarnir okkar
Við leggjum mikla áherslu á að börnin kynnist hestamennskunni vel á meðan námskeiðið stendur yfir. Þannig hefur það reynst nemendum okkar mjög vel að hafa alltaf sama hestinn á meðan reiðnámskeiði stendur yfir. Þannig nær barnið að tengjast sínum hesti og upplifir betur það einstaka samspil manns og hests.
Við eigum fjölmarga frábæra hesta sem henta mismunandi getustigi barna.
Hestarnir í Reiðskóla Reykjavíkur eru allir sérvaldir og þjálfaðir með það fyrir augum að vera öruggir, traustir en skemmtilegir
reiðskólahestar.

er í afar sjaldgæfum lit, hann er það sem er kallað móálóttskjóttur. Hann er mjög gæfur og mikil kelirófa.

er eins og nafnið gefur til kynna rauðblésóttur, það er hann er með fallega hvíta rönd á andlitinu sem kallast blésa. Honum finnst afar gott að fá að borða og elskar að fara í langa reiðtúra í Heiðmörkinni

er mósóttur á litinn og honum finnst ofsa gaman að vaða í ám og busla aðeins.

er algert krútt og veit ekkert betra en að láta klappa sér bakvið eyrun. Hann er traustur reynslubolti í reiðskólanum og hafa margir krakkar stigið fyrstu skref sín í hestamennskunni á honum.

er glæsimeri mikil með fallegt fax og einstaklega glansandi feld. Henni finnst mjög gott að láta kemba sér og jafnvel að láta setja fléttur í faxið sitt.

er í raun og veru hvítur á litinn, en samkvæmt hestamáli er talað um gráa hesta og þaðan kemur nafnið hans. Hann er hálfgerður íþróttaálfur og er hann afar vinsæll í jafnvægisæfingum og bæði traustur og öruggur gæðingur.