Reiðnámskeið | Sumar 2025
Reiðnámskeið sumarsins hefjast 12. júní og eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 6 – 15 ára.
Við leggjum mikla áherslu á að byggja upp traust og gott samband við hestinn og því er barnið með sama hestinn út allt námskeiðið. Það hefur reynst afar vinsælt fyrirkomulag og eru nemendur okkar alsælir með að mynda tengsl við "sinn hest".

Námskeiðin í sumar eru eftirfarandi:
Við verðum með fimm námskeið fyrir þrjá mismunandi hópa: byrjendur, framhald 1 og framhald 2. Hægt er að velja um námskeið fyrir hádegi (kl 9-12) eða eftir hádegi (kl 13-16). Kennslustundir eru alls 30. Dagsetningarnar eru eftirfarandi:
Námskeið 1) 10. júní – 20. júní *
Námskeið 2) 23. júní - 4. júlí
Námskeið 3) 7. júlí - 18. júlí
Námskeið 4) 21. júlí - 1. ágúst
Námskeið 5) 5. ágúst - 15. ágúst **
Við verðum einnig með fjögur Ævintýranámskeið í sumar.
Hægt er að velja um námskeið fyrir hádegi (kl 9-12) eða eftir hádegi (kl 13-16) nema á námskeiði 3 og 4 sem er bara kennt eftir kl 16. Dagsetningarnar eru eftirfarandi:
Námskeið 1) 21. júlí - 25. júlí
Námskeið 2) 28. júlí - 1. ágúst
Námskeið 3) 18. ágúst - 22. ágúst (e.h. kl 16-19)
Námskeið 4) 25. ágúst - 29. ágúst (e.h. kl 16-19)
*ath. Hvítasunnudagur 9. júní.
** ekki verður kennt á mánudeginum 4. águst vegna frídags verslunnarmanna.
Hestarnir okkar eru þaulvanir ungum knöpum og veljum við hesta fyrir alla nemendur sem henta þeirra getu. Öll börn fá "sinn eigin hest" til að vera með út námskeiðið. Við erum þeirrar skoðunar að með því að vera með sama hestinn út námskeiðið þá nær ungi knapinn að mynda góð tengsl og traust við sinn hest.
Þetta fyrirkomulag hefur vakið mikla ánægju meðal nemenda okkar og erum við afar stolt af því að bjóða upp á þennan möguleika.
Það ættu öll börn að finna reiðnámskeið við hæfi og við val á námskeiðum er tekið mið af reynslu nemenda. Þannig er gott að hafa í huga eftirfarandi:
Byrjendahópur er fyrir þau börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennsku.
Framhald 1 er fyrir börn sem hafa farið á eitt reiðnámskeið eða hafa einhverja reynslu.
Framhald 2 er fyrir börn sem hafa sótt tvö eða fleiri reiðnámskeið.
Ævintýranámskeið er fyrir börn sem eru vön, hafa reynslu og geta farið í langa reiðtúra.
Ef þú ert óviss hvaða námskeið þú átt að velja hafðu þá endilega samband við okkur og við hjálpum þér við valið. Þú getur sent okkur tölvupóst á [email protected] eða hringt í síma 777-8002.
Kennslan í reiðskólanum skiptist í verklega og bóklega kennslu en er mest byggð upp á verklega þættinum þannig að nemandinn öðlist leikni og hæfni í að sitja og stjórna hestinum.
Einnig munu nemendur kynnast helstu gangtegundum hestsins, læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins og hvernig á að leggja á bak og beisla hest.
Já, við veitum systkinaafslátt af námskeiðum. Afslátturinn er 5% af heildarupphæð og kemur sjálfkrafað inn við skráningu inná Abler.
Það er gott að vera í þægilegum fötum t.d. íþróttafötum eða leggings, vera í stigvélum eða þykkum skóm. Umfram allt þá þurfa nemendur að klæða sig eftir veðri og gott er að vera alltaf með fingravettlinga.
Takið einnig hlífðarfatnað og aukaföt með í tösku eins og sokka, húfu, buff, regnföt o.sfrv. því við förum á hestbak í alls konar veðri.
Já, við getum komið til móts við nemendur sem geta eða vilja bara vera í eina viku, ef það er laust pláss á námskeiði. Í slíkum tilfellum er best að heyra í okkur í síma 777 8002 eða senda okkur tölvupóst á [email protected]
Verð á vikunámskeið í hópana byrjendur, framhald 1 og framhald 2 er 27.000 kr.
Námskeiðin miðast við börn og unglinga, 6-15 ára, en við höfum stundum gert undanþágu og leyft yngri börnum að koma, ef barnið hefur einhverja reynslu af hestum og ef forráðamenn telja barnið geti ráðið við námskeiðin. Í slíkum tilfellum er best að heyra í okkur og við finnum út úr því með þér.
Já, það er best að koma með létt nesti, brauðsneið, ávexti og eitthvað að drekka, t.d. vatn eða ávaxtasafa. Í lok reiðnámskeiða í hópi byrjenda, framhald 1 og 2 er haldin grillveisla á síðasta degi námskeiðsins.
Já, það er haldin foreldrasýning á námskeiðunum byrjendur og framhald 1. Við erum síðan með grillveislu þegar námskeiðum lýkur og borðum saman pylsur og höfum gaman saman.