Reiðnámskeiðin hefjast á sumrin þegar grunnskólum lýkur og eru ætluð börnum og unglingum á aldrinum 6 – 15 ára. Hvert námskeið stendur yfir í tvær vikur, frá mánudegi til föstudags og er kennt fyrir hádegi, frá kl: 9 – 12 eða eftir hádegi frá k: 13 – 16, kennslustundir eru alls 30.

Sami hestur út námskeið

Hver nemandi er með sama hestinn út námskeiðið og nær því að mynda góð tengsl við hann nema ef um annað er samið. Nemendur geta tekið með sér sína eigin hesta ef þeir kjósa það.

 
Verkleg og bókleg kennsla

Kennslan í reiðskólanum skiptist í verklega og bóklega kennslu en er mest byggð upp á verklega þættinum þannig að nemandinn öðlist leikni og hæfni í að sitja og stjórna hestinum. Einnig munu nemendur kynnast helstu gangtegundum hestsins, læra undirstöðuatriði í umhirðu hestsins og hvernig á að leggja á bak og beisla hest.

 

Foreldrasýning 

Í lok reiðnámskeiðsins er sýning hjá þeim sem eru í byrjendahópi og á framhaldi 1 og er foreldrum og forráðamönnum boðið að koma og sjá hvað barnið hefur lært á námskeiðinu.

 

Jafnframt fær hver nemandi afhent viðurkenningarskjal með mynd af sér á hestinum sínum. 

 

Grillveisla

Þegar námskeiði lýkur býður Reiðskóli Reykjavíkur upp á grillveislu og við borðum saman pylsur og höfum gaman. 

 

 

Nemendur þurfa að taka með sér létt nesti og klæða sig eftir veðri. Mjög gott er að hafa hlífðarfatnað í aukatösku með sér alla dagana. Reiðskóli Reykjavíkur mælir einnig með því að börnin taki með sér fingravettlinga.

 

Ef óskað er eftir einnar viku námskeiði í stað tveggja vikna reiðnámskeiðs má hafa samband við Eddu Rún í síma 777 8002