top of page

Níu góðar ástæður til að velja Reiðskóla Reykjavíkur

Það borgar sig að vanda vel til verka þegar kemur að því að velja reiðnámskeið fyrir barnið sitt. Við höfum tekið saman þau atriði sem við teljum vera mikilvæg og leggjum mikla áherslu á í starfsemi okkar. 

Sami hesturinn

Nemendur eru með sama hestinn út námskeiðið og ná því að mynda góð tengsl við hann.

 

Áralöng reynsla

Við höfum verið með Reiðskóla Reykjavíkur í 21 ár og búum yfir mikilli reynslu og þekkingu sem við miðlum til nemenda okkar. 

Sveigjanleiki

Við komum til móts við þarfir nemenda okkar bæði hvað varðar stuðning, sérúrræði, aldur nemenda og námskeiðstímabil. 

Foreldrasýning

Næstsíðasta eða síðasta dag reiðnámskeiða í hópi byrjenda og framhalds 1 er haldin foreldrasýning þar sem börnin sýna hvað þau hafa lært. 

Öryggisbúnaður

Öll börn eru í öryggisvestum, með hjálma og við notum ávallt öryggisístöð. 

Verklegt og bóklegt

Við leggjum mesta áherslu á verklega kennslu og að nemandinn öðlist hæfni í að sitja og stjórna hestinum, en einnig fer fram bókleg kennsla. 

Grillveisla

Þegar námskeiði lýkur býður Reiðskóli Reykjavíkur upp á pylsupartý og höfum gaman saman. 

Viðurkenningarskjal

Öll börn fá viðurkenningarskjal með mynd af sér á hestinum sínum þegar námskeiði lýkur. 

Framúrskarandi starfsfólk

Við þjálfum starfsfólkið okkar vel og leggjum ríka áherslu á að nemendum okkar líði vel og hafi gaman á námskeiðunum. 

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

Fjölmargir ánægðir viðskiptavinir hafa látið okkur vita hvað þeim og börnunum þeirra hefur fundist um reiðnámskeiðin okkar. Við erum þakklát og hrærð yfir þessum hlýju og fallegu orðum sem hvetja okkur til enn frekari dáða.

Grass Close Up

Íris Ólafsdóttir

Móðir stúlku úr Reykjavík

Dóttir mín hefur aldrei verið eins ánægð með neitt sumarnámskeið eins og byrjendanámskeiðið sem hún var að klára hjá ykkur - takk fyrir okkur.

Grass Close Up

Arna Kristjánsdóttir

Móðir stúlku úr Reykjavík

Mæli með reiðnámskeiði í Reiðskóla Reykjavíkur. Frábær skemmtun, góðir hestar og frábærir kennarar.

Grass Close Up

Dóttir mín er í skýjunum eftir að hafa verið á byrjendanámskeiði hjá ykkur og elskar hestinn sinn, hana Gleði, meira en allt annað. Starfsfólkið er frábært, takk innilega fyrir hvað þið hugsuðuð vel um stelpuna mína, hún kemur á námskeið aftur næsta sumar.

Hrund Gautadóttir

Móðir úr Reykjavík

Grass Close Up

Helena Guðmundsdóttir

Móðir stúlku úr Reykjavík

Dóttir mín er ofsalega ánægð með námskeiðið.. Frábær skóli og skemmtileg upplifun fyrir börn.

Grass Close Up

Sara Rós Kristinsdóttir

Móðir drengs úr Reykjavík

Strákurinn minn elskar að fara á hestanámskeiðin ykkar, allir sem koma að námskeiðunum eru svo yndisleg.

Testimonial
bottom of page