Þá er fyrstu reiðnámskeiðunum lokið og er búið að vera mikið hestafjör hjá okkur. Vonandi hafa allir skemmt sér frábærlega vel og lært helstu undirstöðuatriðin í hestamennskunni.
Veðurguðirnir voru okkur sérlega hliðhollir þessa fyrstu námskeiðsviku og vonandi halda þeir áfram að vera það. Við nutum þess að vera úti í náttúrunni og upplifa einstakt sambands manns og hests.
Starfsmenn Reiðskóla Reykjavíkur vilja nota tækifærið og þakka fyrsta hópnum kærlega fyrir skemmtilegt og ánægjulegt samstarf síðustu vikur. Vonandi sjáumst við sem fyrst aftur.
Með hneggjandi kveðju, starfsmenn og leiðbeinendur.