Í dag voru höfðingjarnir úr Reiðskóla Reykjavíkur sóttir í sveitina og þeir undirbúnir fyrir verkefni sumarsins. Það er alltaf ánægjulegt að hitta gömlu og góðu vini okkar aftur og við hlökkum til sumarsins með þeim.
Nú taka við járningar á hestunum okkar og verða þeir síðan tilbúnir í slaginn með öllum nemendunum í næstu viku þegar fyrsta námskeið sumarsins hefst.
Hlökkum til að sjá ykkur.

