Framhaldshópur 1 er fyrir þau börn sem hafa sótt tveggja vikna námskeið áður eða hafa reynslu af hestamennsku.
Í þessum hópi eiga nemendur að kunna undirstöðuatriðin í reiðmennsku. Lögð er áhersla á jafnvægi og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn.
*Á reiðnámskeiði 14.-25. júní er kennt aukalega laugardaginn 19. júní vegna frídags 17. júní.
**Á reiðnámskeiði 26. júlí-6. ágúst er kennt aukalega laugardaginn 7. ágúst vegna frídags verslunarmanna.