Framhaldshópur 1 er fyrir þau börn sem hafa sótt tveggja vikna námskeið áður eða hafa reynslu af hestamennsku.
Í þessum hópi þurfa nemendur að kunna undirstöðuatriðin í reiðmennsku. Lögð er áhersla á jafnvægi og að nemandi nái góðu og traustu sambandi við hestinn sinn.
Afsláttur: Veittur er 5% afsláttur af námskeiðsgjaldi þegar bókuð eru 2 námskeið eða fleiri í sömu pöntuninni. Þannig geta systkini fengið afslátt af námskeiði og börn sem bóka fleiri en eitt námskeið í einu. Til þess að virkja systkinaafsláttinn er settur inn afsláttarkóðinn; sumar2023
*Uppselt er á öll námskeið sumarssins, sendið póst á reidskoli@reidskoli.is ef þið viljið komast á biðlista.