Byrjendahópur er fyrir þau börn sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. Við förum rólega af stað og æfum jafnvægi, ásetu og förum stutta reiðtúra. Leggjum áherslu á að byggja upp traust við hestinn.
*Á reiðnámskeiði 14.-25. júní er kennt aukalega laugardaginn 19. júní vegna frídags 17. júní.
**Á reiðnámskeiði 26. júlí-6. ágúst er kennt aukalega laugardaginn 7. ágúst vegna frídags verslunarmanna.