Hestarnir okkar

Við leggjum mikla áherslu á að börnin kynnist hestamennskunni vel á meðan námskeiðið stendur yfir. Þannig hefur það reynst nemendum okkar mjög vel að hafa alltaf sama hestinn á meðan reiðnámskeiði stendur yfir. Þannig nær barnið að tengjast sínum hesti og upplifir betur það einstaka samspil manns og hests.

 

Við eigum fjölmarga frábæra hesta sem henta mismunandi getustigi barna.

 

Hestarnir í Reiðskóla Reykjavíkur eru allir sérvaldir og þjálfaðir með það fyrir augum að vera öruggir, traustir en skemmtilegir

reiðskólahestar.

 

 

 

 

 

Reiðskóli Reykjavíkur


 

 777-8002

 

Fákabóli 3

110 Reykjavík

Fáki, Víðidal

  • Facebook
  • Instagram
Blési

er eins og nafnið gefur til kynna rauðblésóttur, það er hann er með fallega hvíta rönd á andlitinu sem kallast blésa. Honum finnst afar gott að fá að borða og elskar að fara í langa reiðtúra í Heiðmörkinni